miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Sigrar RMG á tónlistarsviðinu


Rósa...Hér kemur smá sýnishorn af RMG að troða upp, þið fáið að heyra í henni seinna! Hún sló sem sagt rækilega í gegn í gær á tónlistarsviðinu. Það verður erfitt fyrir mig að toppa þetta en ég mun leggja mig alla fram í dag - bæði í Flagstaff og Sedona sem við ætlum að heimsækja eftir hádegi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er ekki nóg með að konan sé skáld heldur músiserar hún líka. Það þarf að vera hjóð með þessu svo maður trúi eigin augum...

Hjördís Alda sagði...

Þið stöllur eruð óneitanlega glæsilegar og gaman er að lesa ferðalýsingarnar! RMG tekur sig lukkulega vel út með harmónikkuna og virðist kunna handbragðið heldur betur en eigandinn. Hlakka til að lesa meira! :)

kv. einkadóttirin

Rósa sagði...

Allt satt, hljóðið er komið á stálþráð og mun verða flutt fyrir útvalda er fram líða stundir. Ég hef himin höndum tekið að fá þessa listakonu með mér í ferð - og í kvöld dansaði hún salsa á aðaltorgi bæjarins!